Þjóðskjalasafn Íslands og héraðsskjalasöfnin víðs vegar um landið bjóða ykkur velkominn á vef Norræna skjaladagsins. Norræni skjaladagurinn er árviss viðburður, þar sem skjalasöfn á öllum Norðurlöndum veita aðgang að ýmsum heimildum sem þau varðveita og fræðslu til þeirra sem vilja kynna sér betur starfsemi þeirra. Að þessu sinni fjalla öll skjalasöfnin á Norðurlöndum um sama viðfangsefnið sem ber yfirskriftina: Gränslöst, sem við kjósum að íslenska: Án takmarkana.
Allt líf okkar er bundið einhvers konar takmörkum. Við fæðumst sem íbúar í ríki sem á sín takmörk. Sumir eiga land sem er bundið landamerkjum og aðrir eiga íbúð sem hefur sín lóðamörk. Þjóðflutningarnir sem við verðum vitni að nú á tímum eru gott dæmi um hvernig slík hugtök verða næsta marklaus þegar milljónir manna taka sig upp frá heimilum sínum og leita nýs lífs í nýju landi.
Líf flestra einstaklinga er bundið lögum, reglum og siðferðisviðmiðum, sem við gerum okkur ekki oft grein fyrir hver eru. En það eru líka margir einstaklingar sem brjóta þessi viðmið – marka ný spor og geta jafnvel breytt viðhorfi almennings með því. Fátt í mannlegri breytni er náttúrulögmál og allt er mannanna verk. Það er því mannanna að breyta viðteknum venjum eða siðum, draga ný landamerki og setja nýjar reglur ef okkur sýnist svo.
Skjalasöfnin sýna nú ýmis dæmi um hvernig takmörk setja okkur skorður en einnig hvernig einstaklingar hafa með breytni sinni breytt viðmiðum eða gert eitthvað það sem hefur valdið breytingum. Við vonum að þið eigið ánægjulegar stundir að skoða það efni sem skjalasöfnin á Íslandi hafa dregið hér fram í tilefni dagsins.
Leiðari
Þjóðskjalasafn Íslands og héraðsskjalasöfnin víðs vegar um landið bjóða ykkur velkominn á vef Norræna skjaladagsins. Norræni skjaladagurinn er árviss viðburður, þar sem skjalasöfn á öllum Norðurlöndum veita aðgang að ýmsum heimildum sem þau varðveita og fræðslu til þeirra sem vilja kynna sér betur starfsemi þeirra. Að þessu sinni fjalla öll skjalasöfnin á Norðurlöndum um sama viðfangsefnið sem ber yfirskriftina: Gränslöst, sem við kjósum að íslenska: Án takmarkana.
Allt líf okkar er bundið einhvers konar takmörkum. Við fæðumst sem íbúar í ríki sem á sín takmörk. Sumir eiga land sem er bundið landamerkjum og aðrir eiga íbúð sem hefur sín lóðamörk. Þjóðflutningarnir sem við verðum vitni að nú á tímum eru gott dæmi um hvernig slík hugtök verða næsta marklaus þegar milljónir manna taka sig upp frá heimilum sínum og leita nýs lífs í nýju landi.
Líf flestra einstaklinga er bundið lögum, reglum og siðferðisviðmiðum, sem við gerum okkur ekki oft grein fyrir hver eru. En það eru líka margir einstaklingar sem brjóta þessi viðmið – marka ný spor og geta jafnvel breytt viðhorfi almennings með því. Fátt í mannlegri breytni er náttúrulögmál og allt er mannanna verk. Það er því mannanna að breyta viðteknum venjum eða siðum, draga ný landamerki og setja nýjar reglur ef okkur sýnist svo.
Skjalasöfnin sýna nú ýmis dæmi um hvernig takmörk setja okkur skorður en einnig hvernig einstaklingar hafa með breytni sinni breytt viðmiðum eða gert eitthvað það sem hefur valdið breytingum. Við vonum að þið eigið ánægjulegar stundir að skoða það efni sem skjalasöfnin á Íslandi hafa dregið hér fram í tilefni dagsins.