Knattspyrnulið Akurnesinga og breskra hermanna.

Knattspyrnuleikur milli Akurnesinga og breskra hermanna

Myndin er tekin þegar fram fór knattspyrnuleikur milli Akurnesinga og breskra hermanna, sem voru á Akranesi í byrjun hernámsins. Lið Akurnesinganna var skipað leikmönnum úr báðum knattspyrnuliðunum sem þá voru hér, þ.e.a.s. KA og Kára.

Aftari röð frá vinstri: Breskur hermaður, Hallgrímur Magnússon (1924-2006), breskur hermaður, Guðmundur Hjaltason (1920-), breskur hermaður, Símon Maggi Ágústsson (1921-1999), breskur hermaður, Eiríkur Þorvaldsson (1918-2004), breskur hermaður, Einar Árnason (1921-2000), Ragnar Leósson (1920-2014), breskur hermaður, Hákon Benediktsson (1916-1975), breskur hermaður.
Fremri röð frá vinstri: Breskur hermaður, Jón Andrés Níelsson (1917-1950), breskur hermaður, Bjarni Guðmundsson (1916-1999), breskur hermaður, Ásmundur Guðmundsson (1921-), breskur hermaður, Jón Engilbert Sigurðsson (1920-1993), breskur hermaður.

Til gamans má geta hér er um sameinað lið KA og Kára að ræða. Búningarnir sem þeir eru í er KA búningur þess tíma, en hann var svört peysa með breiðri gulri rönd yfir brjóstið. Þennan búning notaði KA þar til 1946-48, er félagið tók upp græna peysu með hvítum kraga og hvítar buxur, sem var búningur þess meðan það starfaði. Fyrsti búningur KA, sem notaður var í stuttan tíma fyrir 1930, var blá og hvít langröndótt peysa og hvítar buxur.

Heimildir

  • Auður Sæmundsdóttur
  • Helgi Daníelsson

Héraðsskjalasafn Akraness