Í Héraðsskjalasafni Þingeyinga er að finna skjalið E-259/1. Þetta er bréf frá Sigríði Hallgrímsdóttur frá Landamóti í Suður-Þingeyjarsýslu til eiginmanns síns Sigurðar Sigurðssonar bónda og hreppsstjóra. Bréfið skrifaði Helga Friðriksdóttir frá Fremstafelli með ósjálfráðri skrift.
Jeg er Sigríður Hallgrímsdóttir
Vertu svo góð að koma boðum til Sigurðar míns, Helga mín.Blessaður og sæll elskan mín!
Vertu viss um að mjér líður vel; Lærimeistarinn lætur mig finna nálægð sína; og umvafinn kærleika; er hver sá sem hugsar um að vera hjálplegur. Elsku vinurinn minn; jeg var ekki hér lengi; áður en jeg fór í söngflokk þar sem margir eru samstiltir; umkringdir af Lærimeistarans krafti; Ó sú dýrð að vera hjér; vertu viss um að þú kemur í þennan flokk; þegar þú ert búin með þitt dagsverk; láttu það vera þitt starf; að vera þar sem verið er að undirbúa bræðralag; svo menn noti tíman vel; umvafin verður hver sá sem gjörir vilja Lærimeistarans; krafti góðs Guðs; dásemdir hans eru svo miklar að mennirnir geta ekki skilið þær til fulls; fyr en þeir eru komnir í dýrðina; vertu vakandi fyrir öllu góðu elskan mín; þá er þjer borgið; Vertu sæll; og góður Guð leiði þig þennan stutta tíma sem eftir er. Jeg þakka fólkinu fyrir mig. Stína mín vertu blessuð; fyrir að hjálpa mér, og þið öll; ykkar Sigríður Hallgrímsdóttir.
Héraðsskjalasafn Þingeyinga