Inngangur Stefáns Thorarensen amtmanns að söfnunarlista fyrir kóng og Kaumannahafnarbúa

Kærleikur án takmarka – söfnun fyrir bágstaddan kóng og íbúa Kaupmannahafnar

Mynd að ofan: Inngangur Stefáns Thorarensen amtmanns að söfnunarlista fyrir kóng og Kaumannahafnarbúa.

Byrjað var að byggja fyrstu Kristjánsborgarhöllina í Kaupmannahöfn 1733 og árið 1740 var hún orðin íbúðarhæf.  Þetta var hin glæsilegasta höll, með öllu sem tilheyrði s.s. hesthúsum, skeiðvelli, leikhúsi og kapellu en sjálf höllin var sex hæðir. Engu var til sparað og íþyngdi byggingin efnahag landsins verulega.

Í febrúar 1794 braust út eldur frá skorsteini í einu herbergja erfðaprinsins.  Eldurinn þróaðist hratt á næstu klukkustundum en mikill mannfjöldi  reyndi að bjarga höllinni, dýrmætu innbúi hennar og nærliggjandi hverfum, sem eldsglóðin fauk yfir.

Eftir brunann stóð lítið eftir af höllinni en einhverjir veggir þó.  Íbúar hallarinnar voru heimilislausir, eignatjón varð verulegt  og mikið af ómetanlegum listaverkum eyðilögðust.

Söfnunarlisti

Eyfirðingar brugðust vel við og létu fé af hendi rakna til byggingar nýrrar hallar í Kaupmannahöfn. Meira safnaðist þó til styrktar bágstöddum í Kaupmannahöfn.

Í kjölfarið eða í júlí 1794 var gefin út konungleg auglýsing.  Þar kom fram að ,,fríviliugar giafir til byggingar brennda slotsins og stríðsflotans útbúnaðar, séu með þakklæti meðteknar.“

Í upphafi 19. aldarinnar var önnur Kristjánsborgarhöll reist og þeir veggir sem eftir voru af fyrri höll voru þá endurnýttir.  Sú höll brann 1884 en það er önnur saga.

Héraðsskjalasafnið á Akureyri