Ingvi Marinó Gunnarsson

Vöð á Skjálfandafljóti í Bárðardal

Óbrúaðar ár og fljót takmörkuðu ferðafrelsi landsmanna hér áður fyrr. Í Héraðsskjalasafni Þingeyinga er að finna skjalið ARB-31. Þetta er grein eftir Ingva Marinó Gunnarsson sem birtist í Árbók Þingeyinga 1988 og nefnist “Vöð á Skjálfandafljóti í Bárðardal”. Ingvar var fæddur 23. júní 1915 og hann lést 9. júlí 1996.

Í upphafi greinar Ingva segir hann:

Óþarfi er að fjölyrða hér um þá byltingu sem átt hefur sér stað hér á landi á síðustu áratugum í atvinnuháttum og þjóðlífi öllu. Það er og alkunna að í hverri byltingu hverfur margt, glatast og gleymist. Eflaust má margt glatast, en að margra mati, meðal annars mínu, er æskilegt að sem fæst gleymist.

Samgöngur á landi eru eitt að því marga sem gjörbylting hefur orðið á, og er vissulega gott um það að segja, en gott væri ef til vill að ekki gleymdist sú barátta sem fólkið háði áður við órudda vegi og óbrúuð straumvötn. Yfir straumvötnin hvort sem þau nefndust á eða fljót var riðið á hestum á vissum stöðum, og þeir staðir nefndist “vöð”. Þetta er óþarft að segja öllu miðaldra fólki en ég hefi átt tal við unglinga, sem ekki vissu hvaðp orðið vað þýddi, svona fljótt hverfur margt og gleymist og svo getur farið á endanum. að enginn viti það sem áður allir vissu. Það finnst mér skaði og jafnvel skömm.

Hann rekur síðan málavexti þess að hann að skrifa upp nöfnin á vöðum á Skjálfandafljóti í Bárðardal. Að lokum telur hann upp 22 vöð sem eru í byggð í dalnum og lýsir stuttlega hverju vaði fyrir sig. Vöðin sem hann telur upp eru:

[table caption=”Vöð á Skjálfandafljóti í Bárðardal” width=”555″ colwidth=”20|100|50″ colalign=”left”]
1. Túnvað,9. Sandvíkurvað,17. Flúðavað
2. Grófarvað,10. Spónastokkur,18. Pollvað
3. Kolgilsvað,11. Lambavað,19. Eyrarvað
4. Tröllavað,12. Kerlingarvað,20. Garðsendavað
5. Bensabort,13. Sultur,21. Sniðavað
6. Flagavað,14. Jarlstaðavað,22. Bæjarvað
7. Litluvallavað,15. Tvígarðavað,
8. Eyrarvað,16. Geithólmavað,
[/table]

Héraðsskjalasafn Þingeyinga